fimmtudagur, júní 22, 2006

Voðalega verður tómlegt þegar svona margir hafa verið í húsinu og svo bara halda þeir til síns heima eins og ekkert sé. Ég sakna þess all verulega að hafa ekki fjölskylduna, og vinina, oftar hérna hjá mér. Það er svo gaman að hafa gott fólk í kringum sig. Hreint mannbætandi. Vonandi koma þau fljótt aftur, kannski í haust, hver veit.

2 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Alveg hreint kannast ég við þessa tilfinningu - eins og það er nú gaman að hafa gesti þá verður maður óþyrmilega minntur á það þegar þeir fara hve alltof sjaldan maður nýtur samvista við ættingjana.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Það væri nú alveg tilvalið að skreppa vestur yfir til okkar í haust til að bæta úr þessum vinaskorti.