föstudagur, júní 30, 2006

Klípupróf í gær. Það gekk vel, eða þannig. Ég hef ekki minnkað mikið síðan síðast, bara voðalega lítið, en stækkað hef ég ekki, og það er hið besta mál. Þegar ferðalögum linnir og rútína hversdagsins tekur við síðsumars þá tek ég mér tak aftur og tíni af þessu síðustu 10 kíló eða svo. Það er reyndar miklu skemmtilgra að mæla vigt í pundum því einingin er miklu minni en kíló en aftur á móti er miklu skemmtilegra að fá niðurstöður klípuprófs í sentimetrum en tommum, af sömu ástæðu. Reyndar skiptir það ekki máli hvað tölurnar sýna allt er þetta víst einn og sami líkaminn og hann er mín eign og það er víst enginn annar en ég sem um hann á að hugsa og bera ábyrgð á.

Til Íslands á morgun!!!!!!!!!

Engin ummæli: