fimmtudagur, desember 07, 2006
20 stiga frost í morgunsárið. Snjóaði dulítið í gær mér til mikillar gleði, brunagaddur er leiðinlegur þegar auð jörð er, mun skárri á hvítri. Kveikti upp í arninum til að ná upp hita fljótt og örugglega í morgun setti svo Gunna Gunn og Skálmið hans á og hann ásamt kaffilykt og ristuðu brauði setti punktinn yfir i-ið á notalegheit morgunsins í eldhúsinu mínu. Keyrði svo Halla í vinnuna fyrir sjö þegar birta dagsins var að brjótast upp yfir sjóndeildarhringinn. Þá er að ráðast í power pointið og kynninguna á ritgerðinni, þessari einu og sönnu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli