föstudagur, desember 08, 2006
Ég lenti í hremmingum í síðustu viku áður en ég fór til Íslands. Á mánudeginum fór ég í rútínu mammogram en það var hringt í mig snemma á þriðjudagsmorgun og mér sagt að ég þyrfti að koma inn aftur. Ég vissi sem var að það var ekki vegna þess að myndirnar hefðu misheppnast, það var skoðað áður en ég fór daginn áður og því var þetta eitthvað annað og væntanlega meira. Mayo Clinic gerir ekkert nema almennilega og því var kíkt undir alla steina, litið á alla mögulega kosti, og öll vandamál skoðuð. Ég fór í aðra myndatöku, svo sónar, og svo sýnatöku. Þetta var ekki auðvelt því það fannst æxli og því var verið að skoða hvers kyns þetta æxli væri. Ég fékk svarið klukkan 15:45 daginn eftir og sem betur fer þá var þetta góðkynja. Biðin eftir svarinu var hræðilega erfið og ekki bætti úr skák að þetta var sama dag og ég beið eftir svari frá leiðbeinandanum mínum sem kom ekki fyrr en allt of seint og setti allt í kássu því til að fá að geta tekið prófið á settum degi þá varð ég að skila af mér til nefndarinn þennan dag fyrir klukkan 16:30 og leiðbeinandinn sendi mér ritgerðina í tölvupósti klukkan 15:30. Ég var ekki gæfuleg þann miðvikudaginn. Ég þurfti að ljúka við ritgerðina og skila henni af mér í þessu ástandi, pakka niður fyrir Ísland og ganga frá öllu hér heima. Það var því ósköp notalegt þegar loksins kom að því að ég settist uppí flugvél Icelandair á leið heim til Íslands. Það hefði reyndar verið mun betra ef Halli hefði verið með mér en það var ekki í þetta sinnið svo því var voðalega gott að sjá góða vini og fjölskylduna strax fyrsta daginn heima. Eftir allt þetta fékk ég svo ristil en er í sjálfu sér ekkert lasin, bara illa haldin af kláða.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli