miðvikudagur, desember 06, 2006

Ég er komin aftur heim til mín til Minnesota eftir ljúfa Íslandsferð. Gerði í sjálfusér ekki margt en hitti fjölskyldu og vini yfir kaffi...miklu magni af kaffi. Ég held ég sé enn með hausverk af koffíneitrun. Hér bíður mín ógnarverkefni næstu viku, ég fæ hnút í magann við tilhugsunina eina saman, nákvæmlega ein vika í dag þangað til nefndin mín situr yfir mér og spyr mig spjörunum úr. Vonandi verð ég með nóga rænu til að muna og svara þannig að vit sé í. Tíu dagar þangað til stelpurnar mínar koma heim í jólafrí!!!!!!!!!

Engin ummæli: