fimmtudagur, desember 21, 2006
Mér hefur verið hugsað heim í Eyjafjörðinn síðasta sólarhringinn, ekki bara af eigingjörnum ástæðum heldur líka vegna samkenndar með sveitungum sem glíma þurfa við náttúruöflin. Langaklöpp er byggð á kletti og það er tiltölulega langt í Meyjarhólslækinn, einir 6-7 metrar og þeir allir vel fyrir neðan okkur svo Klöppin ætti að vera á þurru. Það hefði verið ófögur aðkoman ef aurskriður eða flóð hefðu riðið á. Vonandi standa trén okkar af sér veðrið og úrkomuna. Það er hætt við að vegurinn hafi látið á sjá, kannski er hann að hluta til horfinn við ræsið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli