fimmtudagur, desember 14, 2006

Þeir hjá rannís eru svo elskulegir að senda mér tölvupóst þegar auglýstir eru styrkir til rannsókna. Þetta er náttúrulega engin sér-elskusemi við mig, ég er áskrifandi að þessum tölvupósti. Í morgun fékk ég póst þar sem auglýst var eftir umóknum í "STIFTELSEN CLARA LACHMANNS FOND
FÖR BEFRÄMJANDE AV DEN SKANDINAVISKA SAMKÄNSLAN". Þetta er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi nema að "Skilyrði er að
umsækjendur séu frá fleiri en einu Norðurlandanna." Það eru nú ekki margir einstaklingar sem uppfylla þessi skilyrði en einn af þeim er Karólína okkar sem er íslenskur ríkisborgari sem fæddist í Noregi og hefur alist upp í Bandaríkjunum. Vandamálið er að hún hefur engan áhuga á svona rannsóknum svona fyrir utan það að hún hefur engan kvalikfíkasjónir fyrir svona styrk.

Engin ummæli: