þriðjudagur, mars 27, 2007

Það er búið að vera svo dásamlegt veðrið síðustu dagana, 28 stiga hiti og sól bæði í gær og fyrradag og ég fór út í vorverkin í garðinum í gær. Ég gerði nú ekki mikið því það á náttúrulega að kólna eitthvað aftur en ég klippti runna en tók sem minnst af laufum sem söfnuðust saman í kringum runnana í haust og vetur enda vernda laufin plönnturnar fyrir kuldanum. Við Halli borðuðum úti í gærkveldi enda blíðan mikil. Það er svo ólíkt að sitja úti á þessum tíma og svo á sumrin því skordýrin eru ekki komin á kreik og því hljóðin í náttúrunni allt örðuvísi og lyktin náttúrulega gerólík.

Þetta er sá tími árs sem pabbi minn heitinn lifnaði allur við eftir fótbolta- og handboltadvala vetrarins. Hann hefði orðið 74 ára í dag en náði bara því að verða 68 ára. Golfvellir landsins eru væntanlega að koma undan vetri en hér í bæ eru enn nokkrar vikur í fyrstu golfvallaopnun. En það fer sannarlega að styttast í það. Þegar ég kem aftur frá Íslandi 21. apríl verður væntanlega allt orðið grænt og ávaxtatrén rétt um það bil að blómstra.

Engin ummæli: