miðvikudagur, mars 21, 2007

Ég dáist enn og aftur að róðrarliðinu. Þessir 45 unglingar mæta á æfingu sex daga vikunnar klukkan 5:15 og mér, aulanum þeim arna, finnst hræðilegt að vakna fyrir klukkan 5 einu sinni í viku. Klukkan fór af stað 4:45 takk fyrir. Að vakna svona fyrir allar aldir er erfitt það viðurkenni ég fúslega og þetta er sjálfsagt vani eins og allt annað en ef ég man rétt þá var hún Kristín mín oft orðin annsi framlág seinnihluta dags þegar hún æfði hérna heima. Mér finnst ég vera fremur árrisul en fer ekki oft á fætur fyrir klukkan 6 svo kannski er ég bara ekkert árrisul eins og ég hélt! Ég veit það eitt að ég má til með að leggja mig um miðjan daginn í dag ef ég finn tíma til.

Fyrsta þrumuveður vorsins með ausandi rigningu kom í morgun og á víst að halda áfram seinnipartinn. Það veitir ekki af hreingerningu eftir stórhríðar og sandburð vetrarins.

Engin ummæli: