þriðjudagur, mars 20, 2007

Síðasta ferðalagið mitt var hálfgerður óskapnaður. Ég varð veðurteppt í Chicago á leið minni á austurströndina og missti af vélinni til íslands og komst því ekki fyrr en 24 tímum of seint og þá farangurslaus. Töskurnar komu svo daginn eftir. Ég skemmti mér hið besta fyrir norðan í viku. Kenndi reyndar 8 tíma einn dag og svo 4 þann næsta og var eins og gömul tuska á eftir en allt gekk þetta vel. Á leiðinni til New York týndist ein taska og hana fékk ég ekki fyrr en fjórum dögum seinna og það þótti mér slæmt því við vorum á ferðalagi í North Carolina og í töskunni var náttúrulega helmingur af fötunum mínum og sá helmingur sem ég ætlaði að nota í fríinu. Mikið voðalega saknaði ég flugsins til Minneapolis á þessu ferðalagi en nú er farið að fljúga aftur hingað eftir vetrarhvíldina, sem betur fer.

Dvölin í NC var hin besta. Við byrjuðum á því að fara útá Outer Banks, eyjaklasi sem liggur fyrir utan strönd NC og er eiginlega bara sandrif en er nú til dags þétt byggt. Þaðan gerðu þeir Wright bræður sínar fyrstu tilraunir til að fljúga og að sjálfsögðu fórum við á safnið að skoða staðinn og eftirlíkingar af fyrstu flugvélinni. Kitty Hawk, Devil´s Hill og Roanoke eyja eru allt mjög áhugaverðir staðir. Seinni hluta vikunnar eyddum við í Durham hjá Karólínu okkur öllum til mikillar gleði. Það er voðalega gott að eyða miklum tíma með börnunum sínum, alveg sama þótt þau séu orðin "stór", kannski einmitt þess vegna er það gaman, þau eru svo góður félgsskapur.

Engin ummæli: