föstudagur, mars 30, 2007

Ég hef verið á ráðstefnu í Minneapolis síðan á miðvikudaginn. Ráðstefnu matsfræðinga. Alveg fyrirtaks ráðstefna og gerði mér voðalega gott. Þegar ég sit ein við á skrifstofunni hérna heima þá verða allar hugmyndir að hálfgerðum monsterum og virðist annaðhvort stækka og magnast í huga mínum eða hjaðna niður og verða að engu vegna vantrúar á að mínar hugmyndir geti verið "réttar" eða þess virði að koma þeim á framfæri. Þetta var alveg það sem ég þurfti. Góð sprauta, beint í æð.

Það lítur út fyrir að hún dóttir mín verði ritari úrólógans í sumar. Sami þvagfæraskurðlæknirinn og sá sem fór til Rússíá að veiða s.l. haust og ætlar til Patagóníu á næsta ári. Hún verður vonandi honum til hjálpar og gagns. Hún er góð stelpa og feyki dugleg. Óvíst með ritarahæfileikana en hún stendur sig alltaf vel í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Það mætti halda að ég væri stolt af henni. Kannski pínu...eða bara voðalega mikið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það verður erfitt fyrir mann sem haldinn er sjúklegu verkstoli og iðjuleysi, fávís allur, að umgangast einstakling af ykkar kyni; kannski má hann læra af komu dótturinnar yfir hafið.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Mér þykir þú gera lítið úr sjálfum þér, skemmtilegur, vel gefinn og ræðinn sem þú ert!