föstudagur, mars 23, 2007

Vorið er komið og grundirnar....... Hér er vorið komið með öllum þeim loforðum sem því fylgir, m.a. loforð um betri tíð og blóm í haga. Þetta loforð stenst alltaf hérna en svo kemur oftast kuldakast einhverntíma á næstu tveimur mánuðum, stundum tvö. Í gær var 14 stiga hiti, sól og logn og það á verða hlýrra í dag en annars sól og logn og á morgun líka og sunnudaginn líka!!!!!!! Svo á að koma þrumuveðra tíð, en það er líka hluti af vorinu svo það gerir ekkert til. Á meðan það snjóar ekki með brunagaddi þá er þetta allt í lagi. Við Halli fáum örugglega að sjá nóg af kulda og vosbúð um páskana fyrir norðan. Vonandi fáum við gamaldags páskablíðu með yndislegu skíðafæri en auðu í bænum og á Lönguklöpp. Maður getur nú alltaf látið sig dreyma, stundum meira að segja rætast draumarnir.

Engin ummæli: