fimmtudagur, apríl 26, 2007

Ég er alveg óskaplega vanaföst manneskja. Og það svo að ég á stundum ekki orð yfir sjálfri mér. Í morgun kom það fyrir eins og svo ótalmarga aðra morgna að ég fékk mér súrmjólk með seríósi og púðursykri. Nokkuð sem ég hef gert frá því seríós kom á markað á Íslandi er mér næst að halda. Ég ætlaði fyrst bara að fá mér seríós með mjólk og hellti því hringjunum á diskinn. Þá skipti ég um skoðun og ákvað að fá mér súrmjólk í staðinn fyrir mjólkina og fyrir vikið fór maturinn í vitlausri röð á diskinn. Það er nefnilega svoleiðis að fyrst á að setja súrmjólkina svo púðursykurinn og hræra vel og að lokum fær seríósið að blandast herlegheitunum. Nú var ljótt í efni; átti ég að hella hringjunum af disknum og gera þetta í réttri röð eða fara á vit ævintýranna og setja súrmjólkina útá seríósið og svo blanda púðursykrinum saman við? Ég velti þessi fyrir mér svolitla stund en þar sem mér finnst ég vera huguð og ævintýragjörn í dag ákvað ég að það væri nú svolítið gaman að prófa eitthvað ótrúlega spennandi. Nú er að sjá hvernig líkaminn bregst við þessari ónáttúru!

2 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Dagurinn hefur vonandi orðið góður þrátt fyrir þessa breytingu. Það er eiginlega alveg ótrúlega fyndið hvað maður getur verið óskaplega vanafastur. Í morgun ætlaði ég t.d. að setjast í sama hornið í gufubaðinu og venjulega en - breytti um áætlun á síðustu stundu og prófaði nýtt horn. Ekkert smá dugleg :-)

Katrin Frimannsdottir sagði...

Þetta er nú meira ruglið!