fimmtudagur, júní 07, 2007
Það er hljótt í húsinu því íslensku læknarnir eru farnir að hvíla sig og við gömlu sitjum við vinnu. Karólína er í vinnunni en kemur væntanlega innan örfárra mínútna. Okkur Halla var boðið út að borða af gestunum okkar og áttum við rólegt og gott kvöld yfir góðum mat á skemmtilegum veitingastað. Það er búið að vera hávaðarok í allan dag og eftir rigningu morgunsins kom hiti (32 gráður) og raki. Veröldin er alltaf jafn falleg á þessum tíma árs þegar plönturnar mínar skiptast á um að springa út áður en dádýrin ná að éta knúppana. Það fer að styttast í sorglega brottför íslensku fjölskyldnanna okkar hér í bænum og við ætlum að reyna að eyða eins miklum tíma af helginni saman eins og hægt er...síðustu helginni okkar allra hérna í bænum. Þetta verður hræðilega erfitt fyrir okkur því það eru allir okkar vinir að fara eða eru farnir. Haustið verður erfitt, við verðum bara að leggjast í ferðalög til þess að hitta vini og fjölskyldu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli