þriðjudagur, júní 05, 2007
Mayo Clinic og maðurinn minn ætla að halda fund (Mayo Vascular Symposium, nei ekki HB Vasc...) á Íslandi eftir tvær vikur á Hótel Nordica (eða hvað það nú heitir núna...Hilton Nordica?) og nú er undibúningurinn á allra síðasta sprettinum. Þetta er búið að vera margra ára ferli og nú er sumsé loksins að koma að þessu. Halli setur fundinn að morgni 19. júní og slítur honum um hádegi þann 22. Þetta verða annasamir dagar hjá okkur því margir af okkar vinum og svo starfsfélagar hans verða á fundinum og það má búast við því að margir vænti persónulegrar þjónustu frá okkur. Það verður opið hús hérna hjá okkur á mánudagskvöldið fyrir þá sem vilja fræðast um land og þjóð áður en haldið er af stað og það eru ótrúlegustu hlutir sem við verðum að vita um landið til þess að geta svarað öllum spurningunum sem upp koma. Við þurfum að vita allt um stjórnarfar, stjórnmál, jarðfræði, sögu, bókmenntir, skólagöngu, menntun, veðráttu, landafræði, ferðamál, mannfræði og svo má lengi telja. Það er eins gott að standa sig því margt af þessu fólki er búið að liggja yfir bókum og tölvum til að afla upplýsinga áður en lagt er af stað, það þýðir því lítið að skálda í eyðurnar mörgu og stóru. Þetta er nefnilega ógnardýrt ferðalag og allir vilja fá sem mest útúr ferðinni og hér og nú panta ég gott veður!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli