mánudagur, júní 11, 2007

Á föstudaginn sendi ég leiðbeinandanum mínum ritgerðina einu og sönnu til yfirlestrar en hún (leiðbeinandinn, ekki ritgerðin) er í Atlanta á fundi og er svo farin í sabbatical í eitt ár svo nú er að sjá hvernig framvindan verður með hana upptekna í örðum heimsálfum. Það var gott að losa sig við ritgerðina í einhvern tíma því ég get lítið gert á meðan ritgerðin er í yfirlestri, sem þýðir náttúrulega að ég hef meiri frítíma!

Ég er byrjuð að pakka fyrir Íslandsferð!

Engin ummæli: