mánudagur, júní 04, 2007

Ég er að vinna þessa dagana við verkefni fyrir Klíníkína einu og sönnu. Einn af yfirlæknunum á í miklum vandræðum með traust samstarfsmanna sinna og hefur komið illa útúr könnunum (staff survey) síðustu tveggja ára. Ég er að kíkja bakvið tölurnar og spyrja "af hverju" spurninganna. Þetta hefur verið mun erfiðara en ég bjóst við, það hefur verið mjög auðvelt að ná í alla lækna deildarinnar og allir hafa verið tilbúnir að ræða málin en það sem hefur verið sagt hefur reynst mjög erfitt að hlusta á. Í dag tek ég síðustu fimm viðtölin og þá eru öll 36 búin og við tekur greiningarferlið. Það erfiðasta verður að setjast niður með yfirlækninum og kynna niðurstöðurnar, það verður ekki fallegur dagur.

1 ummæli:

Halur Húfubólguson sagði...

Kannski eru ameríkanar komnir aðeins lengra en mörlandar vorir í þessum efnum, hvað veit Halur svo sem um það !? Eitt er að tala en annað að framkvæma, hvað þá lofa og framkvæma,
bless,
HH