föstudagur, júní 01, 2007
Það er búið að vera yndislegt hér síðustu dagana. Kristín og Adam komu heim á mánudagskvöldið og svo komu Bjarni og Nicole niðureftir í gærkveldi og því var allur hópurinn okkar á staðnum og það er fátt skemmtilegra en að hafa öll börnin sín heima. Kristín og Adam fara svo til Íslands í kvöld á vit sumarævintýranna og eftir verðum við með Karólínu og svo íslenska lækninn sem verið hefur hjá okkur síðan í apríl. Það er víst best að kvarta ekki heldur njóta á meðan er.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli