Ég er komin á fullt í ræktinni aftur, og eins og svo oft áður þá kann ég mér ekki hóf þegar kemur að heilsurækt. Í fyrradag sendi þjálfarinn minn mér tölvupóst þar sem hún spurði hvort það væru einhver sérstök svæði á líkamanum sem ég vildi vinna að og ég skrifaði á móti að ég vildi styrkja rass, maga og axlir og í gær var erfiðasti tími sem ég hef verið í hjá henni. Í dag er ég að kálast úr strengjum, aðallega í rassinum og ég er strax farin að kvíða morgundeginum! Ég geri örugglega engar styrktaræfingar yfir helgina, ég má þakka fyrir ef ég verð búin að ná mér á mánudaginn.
Bölvans óhemjugangur þetta er alltaf hreint í mér.
föstudagur, júní 08, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Halur hefir iðulega velt því fyrir sér hver mörk heilsuræktar væru!?
Því hef ég reyndar líka oft velt fyrir mér en hef ekki komist að niðurstöðu ennþá enda kannski enga slíka að fá. Hún eldri dóttir mín hefur engin mörg enda telst það ekki til heilsuræktar sem hún gerir, það er frekar einhverskonar sjálfseyðingarhvöt sem rekur hana svo áfram að það líður yfir hana oft og iðulega þegar hún keppir. Maraþon get ég heldur ekki séð sem "heilsurækt" því líkaminn er allur lurkum laminn á eftir svo ætli ég verði ekki að setja mér þau mörk að á meðan mér líður betur eftir æfingar þá er ég þar með að rækta líkamann.
Skrifa ummæli