fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Þá er rannsóknin mín, þessi eina og sanna, byrjuð og það hefur gengið afskaplega vel hingað til en það hefur svo sem ekki mikið gerst, og þó, skipulagningu og fyrstu vettvangsrannsókn er lokið. Svo er ég byrjuð á fyrsta verkefni Menntagreiningar ehf, virðulegt heiti á fyrirtækinu mínu og Kalla, það er þokkalega umfangsmikið verkefni sérstaklega þegar tekið er mið af að niðurstöðum á að skila 15. apríl. Ég þarf að láta hendur standa fram úr ermum ef allt á að ganga upp. Það gengur eflaust allt saman en ég má ekki liggja á meltunni, það eru 12-14 klukkustunda vinnudagar framundan, sem er nú svo sem ekkert miðað við manninn minn en það er nú ekkert að marka hann...er það nokkuð?

Nú þarf ég að læra á "garage band" tæknina í tölvunni minni því ég ætla að taka upp öll viðtöl beint inná tölvuna. Ég er hrædd um að yngsti bróðursonur minn, hann er 11 ára, verði að kenna mér á þetta. Ég reyndi en þetta gekk eitthvað treglega hjá mér og það er svo miklu einfaldara að tala við þann sem kann en að reyna að finna útúr þessu sjálf. Ég hef svo margt annað betra við tímann að gera...eða þannig. Prjónarnir mínir eru hérna, og svo verkefnin mín að sjálfsögðu.

Engin ummæli: