föstudagur, febrúar 01, 2008
Það snjóaði í nótt og blés vel uppí fjöllum en þegar við fórum á skíði um klukkan 10 í morgun þá var ennþá snjókoma en lítill vindur. Við skíðuðum púðursnjó uppað hnjám í allan dag. Skyggnið var allt í lagi til að byrja með en lagaðist svo þegar blessuð sólin reyndi hvað hún gat að berjast í gegnum skýin, henni tókst svona af og til að vinna sér smá pláss en aldrei nóg til að komast alveg í gegn en þegar geislarnir komust niður á snævi þakkta jörðina þá var gott að skíða. Seinni partinn tapaði hún svo endanlega baráttunni um yfirráð á himninum fyrir snjófylltum skýjunum og skyggnið efst uppi varð afar lítið. Enda voru það þreytt læri sem komu heim á hótel uppúr klukkan 3 eftir 5 tíma skíðun í púðursnjó. Mér tókst að draga kall minn í heita pottinn honum til lítillar gleði. Hann fer nefnilega ekki ótilneyddur í sameiginlegt rassabað með ókunnugum. Potturinn hefði mátt vera heitari en gott var að láta líða úr sér. Ég fór svo í göngutúr seinnipartinn á meðan Halli fór á fund. Ég þurfti nefnilega nauðsynlega að verða mér út um súkkulaði, það er alveg bráðnauðsynlegt að borða súkkulaði eftir skíðaferð og ég átti bara ekkert súkkulaði og það er ekki gott, sérstaklega fyrir þá sem í kringum mig eru. Ég fann súkkulaðibúðina, ekki sælgætisbúð, og bara alls ekki sjoppu, heldur alvöru súkkulaðibúð, þar sem einsgöngu er selt súkkulaði og nú líður mér vel; dauðþreytt eftir skíðaferð dagsins, búin að hvílast í heita pottinum, borða súkkulaði og á leið í mat.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
mikið eigið þið gott.
kv
Ra
Þakka þér fyrir, já við gerum alveg grein fyrir því hversu gott við höfum það. k
Skrifa ummæli