Ég er voðalega busy þessa dagana og það er hið besta mál. Rannsóknin er alveg á fleygiferð og gengur vel og svo er ég að vinna fyrir bæinn minn eina og sanna. Þetta krefst því endalausra fundahalda, viðtala og heimsókna, formlegra og óformlegra. Ég fór á fimm fundi í dag...og ég endaði daginn með dúndrandi hausverk fjandanum þeim arna. Það er hin besta leið að leita að félagslegum samskiptum og hitta gamla og óvænta vini að fara á Bjarg á háannatíma. Gamlir skólafélagar frá því ég var 7 ára sem fylgdumst að í gegnum Barnaskólann, Gaggann, Landspróf og svo MA hef ég hitt, meira að segja tvo, og svo aðra frá MA árunum og svo alla hina sem ég hef ekki séð í ár- og stundum áratugi. Annars var hann tvíburabróðir minn lagður inn á spítala í dag honum til mikils ama því honum finnst að hægt sé að meðhöndla próblemið heimavið þar sem konan hans á allt til alls en ekki var hann ameríski sem kallaði manninn minn "the crazy man" þegar þeir spiluðu körfu saman hér fyrir einum 20 árum, sammála svo þá er bara að beygja sig undir það og eyða nóttunni á FSA-SA eða hvað hann nú heitir spítalinn á sunnanverðu Eyrarlandsholtinu.
Loksins er kyrrt og hljótt hérna á Klöppinni minni, rokið í pásu og mér finnst yndislegt að vera hérna ein þegar svo er. Ég verð öll svo uppspennt og stressuð þegar rokið allt að því rífur húsið upp og sendir mig útí Grímsey en ég þarf að venjast þessu og glíma við þetta á afslappaðan hátt. Húsið fer ekki neitt ég er alveg viss um það en þetta er alveg jafnóþægilegt fyrir því og ég sef hræðilega þegar suðaustanáttin ber húsið að utan, sérstaklega við höfuðgaflinn sem er við suðaustan vegginn. Kannski ég flytji mig í annaðhvort norðurherbergjanna í næsta suðaustanstormi. Nóg er víst plássið fyrir eina kvenkind.
miðvikudagur, febrúar 20, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli