mánudagur, apríl 25, 2005
Heimþrá
Það sótti að mér heimþrá um helgina. Andrés og öldungablak í blíðskaparveðri í höfuðstað norðurlands getur valdið svona óskunda vestur í henni stóru Ameríku. Nú er kominn meira en mánuður síðan ég var á Íslandi síðast og þá fer nú að læðast að mér ferðahugur, þetta er að verða ansi langt, og hvað þá þegar ég hef ekki komið norður síðan í nóvember. Þetta er hið versta mál og best væri að bæta úr þessu sem fyrst en það verður víst að bíða, ég verð að nota þessa ágætu þolinmæði sem ég hef, ég hef víst verk að vinna hér heima hjá mér. Heimþrá kemur til mín í allra handa líki. Um helgina sat ég og horfði á Akureyri í beinni í listagilinu, mjög spennandi að sjá bæjarbúa keyra upp og niður gilið, sem hét í mínu ungdæmi Kaupangsgil. Það góða við þá myndavél að ég get næstum því séð á Lönguklöpp. Svo er myndavél í Fjallinu en þar var mest mold og drullu að sjá. Svo las ég um úrslit leikja í blakinu, þekkti fullt af fólki sem keppti, en hér sat ég vestur í henni álfu, hálfslöpp og illa fyrir kölluð með heimþrá.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli