mánudagur, apríl 04, 2005

Sumartími

Þá er búið að breyta klukkunni hér yfir á sumartímann. Það er alltaf svolítið mál að gera þetta, breyta öllum klukkum, mæta á réttum tíma, o.s.frv., og þegar þetta hittist á sama dag og fráfall páfa þá er nú tímabreytingin ekki mjög fyrirferðamikil í fréttatímum fjölmiðla og ég var alls ekki að hugsa um þetta. Ég gleymdi að breyta klukkunum á laugardagskvöldið og þar sem ég átti að ná í hann Jóhannes litla á sunnudagsmorgun klukkan 7 þá var þetta ekki vel gott því ég uppgötvaði á leiðinni þangað að klukkan var að verða 8! Þetta bjargaðist þar sem húsið var fullt af fólki sem sá um hann þangað til ég birtist, en neyðarlegt var það engu að síður. Nú er sumarblíða upp á hvern dag, 15-20 stiga hiti alla daga og sól og blíða. Vorið og haustið er besti tími ársins hér því þá er hvorki skelfilega heitt eða kalt en nú fara að koma vorrigningar, nauðsynlegur hluti af tilverunni því þá tekur náttúran sig til og gerir allsherjar vorhreingerningu, og það er alveg nauðsynlegt eftir sandburð vetrarins. Þrumuveðurspá fyrir miðja viku en rjómablíða fyrri hlutann.

Engin ummæli: