miðvikudagur, apríl 13, 2005
Vor
"Vorið er komið og grundirnar gróa....." og hér er svo sannarlega komið vor. Allt að verða grænt, weeping willow tréð hérna hinumegin við götuna farið að sveigjast um í vorvindunum eins og húladansmær í ljósgrænu strápilsi, komnir knúppar á ávaxtatrén og þá fer að styttast í að veröldin verði bleik og hvít og ilmandi. Við erum með eitt kirsuberjatré hérna í garðinum hjá okkur sem blómstrar skærbleiku og okkur langar í fleiri, kannski látum við verða að því að górðursetja þau í sumar. Við ætlum að vinna í norðurenda lóðarinnar um helgina. Þá er ætlunin að slétta úr moldinni sem eftir varð þegar Halli hreinsaði í burtu skelfilegan undirgróðurinn í skóginum okkar, undirgróður sem var illgresi og sem var að drepa eikartrén vegna orkufrekju. Nú líður eikartrjánum vel því þau hafa nóg pláss til að anda. Seinna í þessum mánuði sái ég svo grasfræum í moldina en það verður að bíða þangað til jarðvegurinn verður orðinn þurrari og svo er að gróðursetja burkna og annan gróður sem dádýrin éta ekki. Svo kemur sumarblómatíminn bráðum.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli