laugardagur, apríl 30, 2005
Laugardagsmorgun
Klukkan er 8 að morgni og ég bíð eftir að Halli komi heim. Hann fór að kenna klukkan 6 í morgun og er búinn um tíu leitið og þá leggjum við af stað til Minneapolis til að horfa á Karólínu. Hann er að undirbúa röntgenlækna fyrir sérfræðiprófið stóra. Ég keyrði Karólínu og vinkonu hennar í rútuna sem tók þær á frjálsíþróttamót dagsins, það var fyrir tveim tímum síðan svo nú er ég að velta fyrir mér hvort ég eigi að leggja mig aftur áður en lagt verður af stað til Minneapolis eða hvort ég eigi að setjast niður með góða bók. Ég held að bókin vinni. Annars er ég mjög óróleg þessa stundina og verð örugglega fram eftir degi. Ég verð alltaf svona þegar stelpurnar eru að keppa. Kristín keppir um hádegið, þetta verður mjög spennandi því liðin sem þær róa á móti í dag eru mjög góð og hún var rétt mátulega bjartsýn þegar ég talaði við hana í gærkveldi. Karólína keppir í hástökki, 100m, og 4x400 í dag. Hún má keppa i fjórum greinum og ekki veit ég af hverju hún ekki hleypur 200 metrana en Sean hefur sínar ástæður geri ég ráð fyrir þó svo ég skilji þær ekki alltaf og þótt ég skildi þær þá væri ég eflaust ekki sammála honum.....en það er nú svo.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli