sunnudagur, maí 01, 2005

Sunnudagsmorgunkaffi

Mikið dómadags mikinn hausverk getur maður fengið af of mikilli kaffidrykkju. Við fengum nágranna okkar og góða vini í morgunkaffi í dag og ég þambaði alltof marga bolla af sterku kaffi yfir skemmtilegu spjalli og er núna að taka afleiðingunum sem eru dúndrandi hausverkur og eirðarleysi. Get bara alls ekki setið kyrr á mínum stóra botni. Ég ætti líklegast að koma mér í ræktina til að ná þessu úr mér, ég ætlaði að vinna í garðinum og æfa svo golfið mitt dulítið í dag en það er svo assgoti kalt, 6 stig og vindur svo ég held að innanhúss ræktin verði fyrir valinu. Veðrið stendur til bóta um miðja næstu viku þá á að fara aftur yfir 20 stigin, mikið hlakka ég til! Það verður væntanlega fínt á 17 ára afmælisdaginn hennar Karólínu á fimmtudaginn.

Engin ummæli: