fimmtudagur, maí 26, 2005
Helgin framundan
Ég legg í hann til Sacramento um klukkan fjögur í fyrramálið. Ég þarf að keyra á Minneapolis flugvöllinn og vélin fer svo rúmlega 6. Kristín kom þangað í fyrradag og það hefur verið óbærilega heitt, um 35 stig og sól náttúrulega. Um helgina verður um 30 stigin svo þetta verður viðráðanlegt. Sem betur fer þá eru hótelin okkar mjög nálægt hvoru öðru svo ég get séð hana oft og lengi. Halli er í Noregi svo það verður 9 tíma tímamismunur á okkur og það verður erfitt að koma upplýsingum til hans. Hann kemur reyndar heim á laugardagskvöldið og mikilvægasti dagurinn er sunnudagurinn. Karólína keppir í stóru móti á morgun, Big 9, og þar sem við foreldrarnir getum ekki verið á tveimur stöðum í einu, þá verður hún ein á báti. Um næstu helgi er enn stærra mót og þá verðum við bæði hjá henni svo þetta er ekkert mál. Þetta verður mun flóknara ef hún fer í Stanford og ef hún kemst í frjálsíþróttaliðið (öll þessi ef alltaf að flækjast fyrir) því báðar keppa þær systur í voríþrótt. Hér skiptast íþróttir í þrjú tímabil, haust, vetur og vor, og að auki þá yrðu þær systur og sinni ströndinni hvor. Duke yrði mun auðveldari skóli staðsetningarinnar vegna en ég hef tiltölulega lítið (minna en ég vil, meira en ég held) um það að segja hvert Karólína fer í college, en sumarið og haustið fer í að ákveða það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli