mánudagur, maí 02, 2005
Asatru
Ég hef verið að velta því fyrir mér í nokkurn tíma að gerast sjálfboðaliði í fangelsissjúkrahúsi hérna í bænum. Þetta er alríkisstofnum, sem þýðir það að afbrotafólk frá öllu landinu sem þurfa heilbrigðisþjónustu til lengri tíma halda til þarna. Ég fór inná heimsíðuna þeirra í gær til að athuga hvort og hvað vantaði af sjálfboðaliðum, ég er helst að velta fyrir mér lestrar- og stærðfræðikennslu. Efst á lista var auglýst eftir fólki með sérþekkingu á asatru. Auglýsingin hljóðaði svona "volunteer is needed to supervise male inmates incarcerated at the Federal Medical Center during the nature-based Asatru services and ceremonies. The volunteer must be a "subject matter expert" in Asatru." Það tók mig svolitla stunda að bera orðið "asatru" fram á íslensku og setja kommur á rétta staði og fá út Ásatrú, ég var ekki akkúrat að hugsa um Ísland og íslensku þegar ég var að lesa þetta. Ég er enn að velta fyrir mér hversu margir hérna í litla bænum Rochester hafa sérþekkingu á Ásatrú!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli