mánudagur, maí 09, 2005

Þá er enn ein törnin búin. Það mætti halda að lífið mitt væri vertíðabundið, það er annað-hvort-eða hér á bæ. Það var brjálað að gera allan laugardaginn við greiðasölu, það voru um 1000 manns á svæðinu og ég settist ekki niður allan daginn, ekki einu sinni á aðra kinnina. Það var rigning um morguninn en svo stytti upp og varð mjög gott seinni partinn. Svo hlýnaði all verulega í gær og rakinn kom með svo nú er hálfgert sumarveður, 28 stig og rakt og þrumuveður á kvöldin. Við erum ekki enn búin að kveikja á loftkælingunni, mér finnst heldur snemmt að gera það í byrjun maí, við hljótum að geta þolað þetta í nokkrar vikur en svo fáum við lika nóg og þá er kominn tími á loftkælinguna og sundlaugarbarm.

Engin ummæli: