Ég var að setja ruslið út að götu og það leið ekki löng stund áður en þar varð hrafnaþing. Ruslatunnan er troðfull svo ég gat ekki lokað henni og þá hafa hrafnarnir greiðan aðgang að ruslapokunum og eiga þeir ekki neinum vandræðum með að kroppa gat til að ná sér í æti. Því er hávaði og læti úti núna því þeir rífast yfir matnum eins og svangra er siður.
Ég er annars að fara í leiðangur í dag í gróðrarstöðvar. Okkur vantar tvö stór tré sunnan við hús og nú á að ákveða hverju skal plantað. Halli vill fá ávaxtatré sem bera ávöxt, en ef það verða ávaxtatré þá vil ég fá tré vorblómanna vegna en ekki ávaxtanna vegna og því vil ég ávaxtatré sem ekki bera ávöxt. Annars hefði ég helst viljað reynivið, gullregn eða weeping willow. Kannski getum við farið bil beggja og fengið okkur eitthvað fyrir alla, væri það nú ekki svolítið gáfulegt að gera það, þá verður ekki deilt um trjátegundir á meðan!
miðvikudagur, maí 25, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli