fimmtudagur, maí 05, 2005
Karólína 17 ára
Litla barnið mitt er 17 ára í dag. Hún hefur nú reyndar aldrei verið neitt sérstaklega lítil, er orðin að 180 sentímetra ungri dömu. Hún gleymir reyndar oft þessu dömulega en það er bara þegar hún þarf að vinna í keppni, þá gildir það eitt að vinna alla hina....ekkert skil ég hvaðan barnið hefur þetta keppnisskap. Hún eyddi morgninum í MRI myndatöku af ökklanum plagaða. Við fáum vonandi að vita í dag, allavega á morgun hvað þar var að sjá. Nú er hún komin í skólann og verður þar það sem eftir er dags. Svo á að vera íslenskur mjólkurgrautur í kvöldmat. Krakkarnir mínar hafa fengið að ráða hvað er í matinn á afmælisdaginn frá því þeir voru pínulítlir og það er enn mjög mikilvægt. Mjólkurgrautur er hennar uppáhaldsmatur og graut skal hún fá í kvöldmat.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til hamingju með "litla barnið" Kata mín. Eins og þú segir sjálf þá er hún nú reyndar ekki mjög smávaxin... Það er samt svo skrýtið með þessi yngstu börn - þau verða einhvern veginn lengur "litla barnið" í hugum manns.
Afmæliskveðjur til ykkar allra "að heiman". Guðný og kó.
Kristín skammar mig oft fyrir að leyfa Karólínu að vera "algjört baby". Ég held að mér og föður hennar finnist það ekki vera slæmt og er væntanlega algerlega okkur að kenna.
Skrifa ummæli