fimmtudagur, júní 02, 2005

Skýrsla

Þá eru við hjónin komin heim eftir flakk síðustu vikna hingað og þangað um heiminn. Princeton varð númer 2 í Sacramento, einni og hálfri sekúndu á eftir bátnum sem vann, lítið miðað við 6 1/2 mínútu. Þær fóru til Sacramento til að vinna allt saman en vissu að það væri á brattann að sækja. Þetta var mjög gott hjá þeim að mér fannst en keppnisskapið í þeim vildi meira. Halli er kominn heim og gerði hann fína ferð til Íslands og Noregs. Potaði niður kartöflum í tveggja stiga hita og slyddu í Heiðinni. Setti niður rabarbara fyrir mig. Heimsótti alla og hélt svo til Noregs þar sem hann vann og skemmti sér örlítið með góðum vinum og fjölskyldu. Ég hafði það gott í Kaliforníunni. Veðrið var ágætt, 36 og ógnar heitt daginn sem ég kom, 16 á laugardaginn og 24 á sunnudaginn. Ég hefði ekkei haft á móti því að skreppa til Lake Taho en ég reyndi að vera eins mikið með Kristínu og þjálfarinn hennar leyfði, sem var ekki mikið. Veðrið hér heima hefur snúast all verulega til hins betra. Það er um 25 á daginn, þurrt loft og sól, þetta líkar mer mjög vel. Rakinn fer illa í mig. Kristín leggur af stað heim í dag, vinur hennar kom að ná í hana og þau ætla að keyra þetta á tveimur dögum, c.a. 24 tíma keyrsla í allt. Í dag verð ég í Northfield með Karólínu. Hún er að keppa þar í sections, úrtökumótinu fyrir fylkismeistaramótið.

Skýrslugerð lokið.

Engin ummæli: