Þá er enn einn hita dagurinn að kveldi kominn. Í dag náði hitamælirinn 38 gráðum og það er mjög rakt og ég þakka vísindamönnum einhverntíma snemma á síðustu öld fyrir að finna upp kælikerfi húsa. Ég vann hér innanhúss mestan hluta dagsins en brá mér niður í bæ seinni partinn og þoldi illa við, komst því miður ekki á sundlaugarbarminn en vonandi bæti ég úr því á morgun, sundlaugarbarmur er eina leiðin að vera útivið meira en nokkrar mínútur í einu, ég á ekki gott með að hreyfa mig í svona veðri og fer því ekki á golfvöll nema til að æfa mig kannski smá, ekki spila ég 18 holur allavega og ekki vinn ég í garðinum og þaðan af síður fer ég út að ganga eða hlaupa.
Við erum að fara út að borða á besta veitingastað bæjarins í kvöld en þar er hann Bjarni okkar orðinn yfirkokkur, okkur til mikillar gleði. Ég hlakka mikið til að borða á veitingastaðnum en þetta verður í fyrsta sinn sem við borðum mat sem hann hefur eldað á veitingastað. Hann hefur verið mjög duglegur að elda hérna heima í vor og það hefur verið dásamlegur matur hér á borðum daglega en nú ætlum við sumsé að fara á Chardonnay!
fimmtudagur, júní 23, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli