miðvikudagur, júní 22, 2005

Politik

Okkur hjónunum til mikillar ánægju þá fara vinsældir forseta vors hratt dvínandi. Hann rembist eins og rjúpan við staurinn að koma Bolton að hjá Sameinuðþjóðunum og núna þegar búið er að blokka fyrir útnefninguna þá bíður þessi elska eftir þjóðhátíðardeginum því þá fer þingið í frí og samkvæmt lögum þá getur hann útnefnt þá sem hann vill til skemmri tíma, þ.e. 18 mánaða. Svona er nú blessað lýðræðið. Hann sem þykist fara um heiminn með friði og hefur að markmiði að frelsa heiminn þannig að allir fái nú blessað lýðræðið sem hann virðir bara þegar það passar honum og hans fylgisveinum. Það eru því gleðifréttir í allri vitleysunni að vinsældir hans fara dvínandi og þótt hann sem einstaklingur sé ótrúlega vinæll þá eru verk hans og stefna í hinum ýmsu málum afar óvinsæl, hvernig fólk skilur að manninn, verkin og stefnuna er mér óskiljanlegt. Ég geri sjálfri mér það ekki að nefna Stríðið , það er alltof fallegur dagur til að eyðileggja í pirring yfir karlhlunki austur á strönd, jafnvel þótt hann sé valdamikill.

1 ummæli:

Halur Húfubólguson sagði...

Halur tók þá ákvörðun f. mörgum árum að lesa ekkert sem stjórnmálamenn segja, horfa aldrei á sjónvarpsefni þar sem þeir mögulega koma fram (þ.m.t. fréttir) né fara á nokkra fundi með slíkum mönnum. Lýðræðið er fallít dæmi að mati Hals.