föstudagur, júní 03, 2005

Heilavinna

Nú er ég að ganga í gegnum tímabil þar sem ekkert nema concrete hugsanir komast að. Gagnrýnni eða skapandi hugsun er hreinlega bara ómögulegt að koma að í heilabúinu eins og er. Lífið snýst um íþróttakeppni, keyrslu, prófatörn, börn, garðavinnu og allt annað sem jarðbundið er. Þetta fellur mér illa ef þetta stendur of lengi, þetta er ágætt í stuttan tíma en þá vil ég líka fara að hugsa um eitthvað meira krefjandi eins og söguritun, fræðaritun og lestur, rannsóknir, úttektir, og annað þar fram eftir götunum...allavega svona með. Ég verð að vinna að svoleiðis hlutum í sumar svo þetta stendur allt til bóta, en mikið sem það getur verið letjandi fyrir heilasellurnar að hafa ekkert til að vinna við annað en að raða, flokka, og skipuleggja. Ég held að þær komi sér í eitthvert hvíldarform og þegar ég þarf á þeim að halda til krefjandi vinnu þá er bara ekkert til staðar og það litla sem er tekur langan tíma að aktívera.

Engin ummæli: