laugardagur, júní 18, 2005

Sumargleði

Það er nú meira hvað sumrin geta verið annasöm. Ég sem var að vonast til að þetta sumarið yrði rólegt, svona eitt allsherjar "dog days of summer" með tilheyrandi bátsferðum, sundlaugar og strandferðum, bókalestri, og golfi. Ég hef bara ekki tíma til neins þessa, ég hef ekki lesið nema eina bók og það er nú alveg síðasta sort. Golf kemst ég í hámark einu sinni í viku og það vísar ekki á góðan árangur, ég kem mér ekki einu sinni á æfingasvæðið! Ég hef verið að túlka fyrir íslenskan sjúkling sem var á Mayo, passa hann Jóhannes með Kristínu, undirbúa Karólínu fyrir Spánarferðina sem hún er loksins lögð af stað í, sjá um greiðasölu fyrir nokkurra þúsanda barna fótboltamót og annað þar fram eftir götunum. Svo eru Halli og Kristín að hlaupa maraþon núna í morgunsárið uppí Duluth, þau ætla svo að koma við hjá Íslendingafélaginu á 17. júní hátíðinni þar sem ég verð að vinna seinni hluta dagsins. Ég held að Ísland verði ein allsherjar afslöppun eftir þetta allta saman!

Engin ummæli: