fimmtudagur, apríl 28, 2005

Hún Kristín mín

Hún Kristín mín heldur úti bloggsíðu (kristinville.blogspot.com). Hún birti nokkrar myndir þar fyrr í vikunni og á meðal þeirra er ein af herberginu hennar og Ashley. Það er eins og fallið hafi sprengja í mitt herbergið. Það má reyndar segja þeim til varnar að herbergið er pínulítið og þegar þar eru tvær afar uppteknar dömur að klára önn og lokapróf að nálgast þá fer nú snyrtimennskan stundum útum gluggann, en þetta er nú heldur mikið af því góða. Eitthvað hefur draslið ángrað hana dóttur mína því hún tók mynd af öllu saman og kallaði hana "mom i swear it's not always like this". Nú er bara einn dagur eftir af önninni þá tekur við lestrarvika og svo lokapróf. Hún á eftir eina róðrarkeppni af tímabilinu áður en úrslitamótin tvö skella á. Þær hafa unnið öll mótin til þessa og svo er að sjá hvað gerist á Eastern Sprints og svo hinu eina sanna NCAA Championship (háskólamótið). Það verður í Sacramento Kaliforníu í lok maí og ég hef setið við tölvuna mína í leit að tilboðum þangað, það virðist ætla að takast!

1 ummæli:

Kristin sagði...

ég er búín að taka til inni hjá mér!!!

þín kristín