miðvikudagur, júlí 13, 2005

Rok og rigning suður með sjo

Ég komst að því í gærkveldi að það er ekki bara ég sem finn til óánægju með veðráttuna hér sunnanlands. Ég hef nú svo sem ekki sagt mikið um grámann og suddann sem er hér alla daga, enda ekki alltaf með það á hreinu hvað eru ýkjur og hvað er satt og rétt í veðramálum enda hverjum finnst sinn fugl fagur og "beauty is in the eye of the beholder". Ég spilaði golf með vinum á Hvaleyrinni í gærkveldi í roki og sudda og það var fjandi kalt, ekki bara mér heldur hinum líka sem þó spila þarna oft í viku. Ég er orðin að aula sem ekki kann að spila í roki og rigningu því ef hann rignir heima hjá mér þá er að öllu jöfnu þrumuveður og golfvellir því lokaðir. Og ekki er ég góð í að spila golf dúðuð eins og feitur bangsi, ég þurfti að tína af mér spjarirnar til að geta hreyft mig og þá náttúrulega varð mér ennþá kaldara. Ég fékk svo lánaða húfu og það bætti ástandið til muna. Ef ég spila að einhverju gagni hér í sumar þá verð ég að byrgja mig upp af fatnaði til útiveru í roki og rigningu, og víst kunna þeir hjá 66 gráðum að búa þann fatnað til......ekki að ástæðulausu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halur spyr hvort þið hafið "allerede" haldið suður á bóginn?

Katrin Frimannsdottir sagði...

Kall minn er á norðurlandi og fer suður á morgun, fimmtudag. Ég er vinnandi kona í Reykjavík