þriðjudagur, júlí 12, 2005

Vaðlaheiðin

Þá er hversdagslífið tekið við aftur eftir örstutta ferð norður. Það var gott að koma norður en skrýtið og eiginlega erfitt að koma á Lönguklöpp. Það er nefnilega mjög líklegt að við þurfum að flytja þaðan. Það á að bora gat í gegnum Vaðlaheiðina og á áætlun eru fjórir valkostir og sá fyrsti -og að því sagt er sá besti- liggur í gegnum húsið okkar. Við fengum fréttir af þessu í vor og höfum hugsað um fátt annað síðan og svo um helgina var komið að því að finna okkur nýjan stað. Við gengum og keyrðum um Heiðina og það er nokkuð ljóst að enginn staður verður eins fallegur og Langaklöppin. Við erum bæði á því að flytja okkur niður að sjó og fundum land sem okkur líkar vel við en við viljum bara ekki flytja, það er nú mergurinn málsins. Halli hitti framámenn í ganganefndinni og bauð í kaffi á Klöppina og lét þá vita að þessi blettur---og nákvæmlega þessi-- væri okkur afar kær og við viljum svo gjarnan að þeir finni annan stað fyrir veg og göng. Þeir átta sig á þessu en það skiptir þá í sjálfu sér litlu máli hvað við viljum og hvað okkur hentar eða hentar ekki, þetta er stærra mál en svo að lítill bústaður í Heiðinni ráði staðsetningu vegar og gangna.

Meða annarra orða, hvernig beygist orðið göng? Ég hélt að í eignarfalli væri það gangna en í Mogga og öðrum blöðum er eignarfallið ganga (sbr. gangagerð). Upplýsið þið mig (takið þetta til ykkar Lapsus, Ærir og fl).

1 ummæli:

Halur Húfubólguson sagði...

Göng er eitt þessara orða er margir beygja rangt að ég tel, þetta nafnorð í hvorugkyni, fleitölu. Sama gildir um mörg önnur sams konar.

Án greinis þannig:
göng
göng
göngum
ganga

Með greini svona:
göngin
göngin
göngunum
ganganna

Halur hefir hins vegar lengi haft miklar áhyggjur af þessum málum með göngin og var einmitt hugsað til ykkar er hann ók framhjá bústaðnum.