mánudagur, apríl 24, 2006
Þetta var nú meiri dýrðar helgin. Veðrið eins og það gerist best hér, 23 stiga hiti, sól og smá gola. Það verður nefnilega all verulega heitt hérna bráðum, ég veit ekki hvenær bráðum verður en það kemur. Ég gaf mér meira að segja tíma til að sitja útí sólinni í gær og horfði þar á kall minn og tengdaföður sinna smíðaverkum. Nú þarf að klára allt mögulegt smálegt fyrir útskrift. Það er eitt afar gott við afmæli, útskrift og aðra stórviðburði að við tökum okkur alltaf til og klárum eitt og annað sem setið hefur á hakanum, það er málað, tekið til í skápum og vistarverum sem eru ekki í augsýn dags daglega. Það verður reyndar voðalega mikið að gera hjá okkur þetta vorið en það verður bara að setja í næsta gír og koma meiru í verk en vanalega.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
23ja stiga hiti hljómar vel ;-) "Wish I was there"
Skrifa ummæli