mánudagur, júní 19, 2006

Það er heldur hljótt í húsinu núna eftir að hér hafi búið einar níu manneskjur síðustu tvær vikurnar og þá eru ekki taldir með vinir stelpnanna sem halda til hér meira og minna. Það var voðalega gaman að hafa Hranfnagilsfjölskylduna hérna og þetta gekk ótrúlega vel. Ofaná þetta þá héldum við 150 manna útskrifarveislu um síðustu helgi hér heima og ekki var það leiðinlegt að hafa fjölskyldumeðlimi á staðnum. Ég er hálf dösuð eftir þetta og var eins og stungin blaðra í gær, en Jóhannes litli lífgaði uppá tilveruna í gær því hann var hér nánast allan daginn. Veðrið var fyrir það mesta afskaplega gott þessar tvær vikur, nema um síðustu helgi þegar hitinn fór niður undir 15 gráðurnar en annars var þetta svona 25-33 stiga hiti og sól festa daga og nú er yndisleg veðurspá næstu dagana, 30-35 stig og sól og lítill raki, voðalega notalegt í alla staði.

3 ummæli:

ærir sagði...

hvernig ganga ritstörfin?

annars var ég að sjá að búið er að samþykkja heimild til að auglýsa prófessors stöðu við læknadeild (reyndar til vara dósentsstöðu því hér á landi kvalifíserar enginn í meira en það!). voruð þið búin að hafa fregnir af þessu.

Katrin Frimannsdottir sagði...

ritstörf ganga hægt en mjakast. Er prófessorsstaðan í röntgen- eða hvað sem þessi sérgrein heitir nú uppá íslenskuna- Við vorum ekki búin að frétta af þessu enda ekki aktúelt nema þeir vilji mann sem býr í Minnesota og pendlar til Íslands.

Nafnlaus sagði...

Það er orðið þannig í klínískum greinum, að enginn maður með "doktorspróf" heldur áfram rannsóknum þegar heim er komið (það eru til undantekningar!); ennfremur má við bæta, að Halur á ennþá eftir að hitta þann sem kvalífíserar í "prófessorsstöðu" og kann að taka púls eða þreifa kvið, hvað þá annað. Þetta er náttúrulega ekkert annað en skætingur í Hali.
Halur