laugardagur, júní 03, 2006
Það er stutt milli sorgar og gleði. Hann Þór okkar dó í gær, hann er búinn að vera hluti af fjölskyldunni síðan við fengum hann sex vikna gamlan haustið 1993. Stelpurnar muna ekki eftir sér án hans og við varla heldur. Hann er búinn að vera veikur allt síðasta árið og þá sérstaklega síðan um jól. Á fimmtudagskvöldið datt hann á eldhúsgólfið og gat ekki staðið upp í marga klukktíma og var mjög hræddur og leið mjög illa í alla staði bæði andlega og líkamlega. Þetta í viðbót við slæma gigt, hræðsluköst og magasár varð til þess að við létum svæfa hann í gær. Þetta var hræðilega erfitt en þetta gekk mjög fallega fyrir sig og hann sofnaði í fanginu á Kristínu með okkur mæðgurnar og vini Kristínar í kring. Halli er í Philadelphia og Bjarni komst ekki og þetta var erfitt fyrir þá ekki síður en okkur, en við gerðum þetta fyrir Þór, það var hræðilegt að horfa uppá dýrið þjást svona og sem betur fer þá gekk þetta mjög vel og gekk afskaplega fallega fyrir sig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra.
fá orð segja ekki margt, en mikið hugsa ég sterkt til ykkar núna. er á leið austur í land og ætla að verða mér úti um eitt lítið tré og setja niður í minningu hans Thors. ég veit hvað það er að tengjast dýrum sterkt, hef fundið það með hestinn minn hann Hóf.
Æ Kata mín, voðalega er leiðinlegt að heyra þetta. En eins og ástandið var orðið, greinilega það eina sem hægt var að gera í stöðunni. Ég þurfti einu sinni að fara með tvo ketti og láta aflífa þá og það var alveg rosalega erfitt, samt höfðum við ekki átt þá nema í ca. eitt ár. Get ímyndað mér hvað þetta hefur verið erfitt með hann Thor sem hefur fylgt ykkur svona lengi.
Skrifa ummæli