þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Það eru moldvörpur að grafa í sundur framgarðinn minn. Ég uppgötvaði gangana þeirra í þriðjudaginn því það er nokkuð auðvelt að sjá hvar gangarnir liggja því grasið ofan á gönngunum fellur og flötin lítur út eins og æðakerfið á handarbakinu á mér. Á nokkrum dögum voru moldvörpurnar búnar að koma sér vel fyrir undir sumarblómabeðunum og búnar að ýta til fínu blómunum mínum. Ég tók mig því til og sprautaði eitri yfir svæðið. Ég hef enn ekki séð viðbót við það sem var en moldvörpurnar eru iðin dýr og eru eldsnöggar að grafa gangana svo ég vona að það bætist ekkert við og þetta jafni sig.

2 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Moldvörpur já... þið þurfið greinilega að glíma við ýmislegt þarna í Ameríkunni sem við erum laus við hér á Fróni ;-)

Katrin Frimannsdottir sagði...

Í dag dó hluti af sumarblómunum mínum ) ; því fj...... moldvörpurnar drápu ræturnar, fjandans moldvörpur.