mánudagur, apríl 02, 2007

Hann Stephan G lýsti Íslendingnum í okkur vesturförum svo vel þegar hann dvaldi í Norður Dakóta fyrir margt löngu. Vestur-Íslendingarnir í þá daga voru náttúrulega í allt annarri aðstöðu en við nútímafólkið, við sem endasendumst þetta yfir hafið mörgum sinnum á ári. Eftir sem áður eru sömu ástæður fyrir ættjarðarástinn. Við hjónin leggjum í hann á morgun og lendum á miðvikudagsmorguninn á skerinu.

Þótt þú langförull legðir
sérhvert land undir fót
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót,
frænka eldfjalls og íshafs,
sifji árfoss og hvers,
dóttir langholts og lyngmós,
sonur landvers og skers!

Yfir heim eða himin,
hvort sem hugar þín önd,
skreyta fossar og fjallshlíð
öll þín framtíðar lönd!
Fjarst í eilífðar útsæ
vakir eylendan þín:
nóttlaus voraldar veröld,
þar sem víðsýnið skín.

Það er óskaland íslenskt,
sem að yfir þú býr,
aðeins blómgróin björgin,
sérhver baldjökull hlýr,
frænka eldfjalls og íshafs,
sifji árfoss og hvers,
dóttir langholts og lyngmós,
sonur landvers og skers!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í slíku samhengi er gott að rifja upp Jónas Hallgr., Íslandsminni hans sem var víst svona:

Þið þekkið fold með blíðri brá
og bláum tindi fjalla,
og svanahljómi, silungsá
og sælu blómi valla,
og bröttum fossi, björtum sjá
og breiðum jökulskalla.
Drjúpi hana blessun drottins á
um daga heimsins alla.

Það væri auðveldara (og betra) f. ýmsa að muna þetta en t.d. þjóðsönginn! Þetta leikur í eyrum.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Þetta lærði ég sem krakki og man enn og að sjálfsögðu dillar laglínan með.