fimmtudagur, október 25, 2007

Það er búið að vera undurfallegt hér heima síðan ég kom til baka. 10-15 stiga hiti á daginn, glampandi sól og lítill sem enginn vindur og haustlitirnir í hámarki, um frostmark á nóttunni og það er hrím yfir öllu þegar sólin kemur upp. Ég sit við að vinna fyrir Mayo, ég er í miðri viðtala hrinu, núna um núverandi ástand menntunar hjá röntgenlæknum og svo hvað bíður í nánustu framtíð. Ég er að tala við alla sem hafa eitthvað með menntun að gera á deildinni og Halli er einn af þeim. Ritarinn sem sér um að skipuleggja viðtölin fyrir mig hringdi í hann í síðustu viku og spurði hvort hann gæti farið í viðtal til mín. Halli fór að hlægja og sagðist ræða við mig heima við eldhúsborðið. Á planinu mínu sem ég fékk á mánudaginn segir að Dr. Bjarnason "will discuss at home". Hin 39 sem ég tala við verða að láta sér nægja símann. Við erum reyndar ekki búin að tala endanlega saman um þetta enda tölum við um heilbrigðismál alla daga og að sjálfsögðu koma menntamál röntgenlækna alltaf inní það. Kannski þeir hjá HÍ/LSH ættu að hlusta á viðtölin, allavega að sjá niðurstöðurnar þegar þær koma. Þar á bæ yrði kannski hugsað aðeins til framtíðar en ekki alltaf að bregðast við því sem búið er...reaktívt og próaktívt heitir hann víst munurinn sá.

Engin ummæli: