mánudagur, október 22, 2007
Komin heim eftir fína ferð til Íslands. Ég heimsótti marga, marga grunnskóla og nú er að skýrast hvaða skóla ég get rannakað. Ég þarf tvo á Akureyri og fjóra í Reykjavík og ég er búin að ákveða tvo fyrir norðan og tvo fyrir sunnan og nú er að leggjast yfir gögnin, og bíða eftir meiri upplýsingum frá skólunum og svo taka endanlega ákvörðun. Rannsóknin byrjar svo í febrúar og stendur yfir fram í apríl og ég reikna með að vera á Íslandi mest allan tímann. Það verður svo gott þegar þetta er búið og ég get farið að gera allt hitt sem mig langar til. Ég hef verið í sjálfskipuðu banni að gera eitthvað skemmtilegt í nærri tvö ár. Ég má ekki læra að fljúga, frönsku, trésmíðar eða MBA fyrr en þetta er búið og nú sé ég fyrir endann á þessu. JIBBBBBÝÝÝ
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli