sunnudagur, október 14, 2007
Gærdagurinn endaði í mjög svo góðra vina hópi yfir góðum og skemmtilegum mat og dagurinn í dag byrjaði í hópi sömu vina nema nú var gengið klukkutíma í rigningu um Heiðmörkina. Yndislega falleg gönguleið, haustilitr farnir að gefa sig en lyktin af gróðrinum guðdómleg og við komum að bílunum náttúrulega blaut innað beini en ákváðum að hittast á Jómfrúnni í Lækjargötu yfir smørbrød og fíneríi áður en Halli hélt í Ameríkuflugið. Hann er nú farinn heim á leið og ég sit eftir í viku í viðbót til að vinna að undirbúningi Rannsóknarinna einu og sönnu og svo að fara í fertugs afmæli mágkonu minnar um næstu helgi. Ég hlakka mikið til, það er svooooooooo gaman að hitta skemmtilegt fólk sem er manni kært.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli