þriðjudagur, október 23, 2007

Það var svo gaman á föstudagskvöldið síðasta því þá hélt hún Bryndís mín mágkona uppá fjörutíu árin sín. Veislan var á Öngulsstöðum og það var boðið til mikillar matarveislu og allt náttúrulega heimatilbúið. Skemmtiatriðin voru heimtilbúin líka en það var ekki á þeim að sjá því tónlistarflutningurinn var betri en margt sem gefið er út enda atvinnutónlistarmenn í meirihluta. Það var gert mikið og skemmtilegt grín að Bryndísi og nánast daglegum uppákomum sem flestar eru afleiðing þess hversu utan við sig hún er. Ég var búin að gera uppkast af ræðu en þegar til kom þá fannst mér hún ekki passa því þetta var lofræða því ég þekki nefnilega ekki þá hlið Bryndísar sem gert var grín að. Ég þekki bara hlýlegu, notalegu, umhyggjusömu, duglegu, greiðviknu, hjálplegu, hliðina og þar sem afmælisbarnið bað um að engar lofræður yrðu fluttar þá sat ég sem fastast. Kannski hefði ég átt að hæla henni samt, ég er ekki nógu dugleg að segja mínum nánustu og kærustu hversu góð þau eru og hversu vænt mér þykir um þau og þetta var náttúrulega tilvalið tækifæri að bæta eitthvað úr því. En þá hefði ég klökknað og það er ekki gott í veislu með mörgum.

Engin ummæli: