laugardagur, október 13, 2007
Þá er tölu minni yfir skólastjórum Íslands lokið og ég held að sæmilega hafi gengið. Ég fékk því miður enga umræðu af stað, ég var að vonast til að fá fullt af spurningum eftir fyrirlesturinn og gerði ráð fyrir því en því miður komu engar. Kannski var ég of óþolinmóð og lokaði of snemma, kannski var þetta of snemma dags til þess að frjó og gagnrýnin hugsun væri komin í gang, kannski hefði ég átt að biðja fólk að ræða í hópum áður en spurningum var beint að mér, kannski átti ég að fá fundarstjóra með mér í lið og ganga um salinn og örfa umræðu svolítið...hvað veit ég en allavega þá fékk ég ekki neinar spurningar en varla vegna þess að ég hafi svarað þeim öllum. Því geri ég mér alveg grein fyrir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli